Þorgerður:Taka þarf afstöðu til ESB og evru

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra mbl.is/Ómar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir mikilvægt að koma þjóðinni í gegnum ríkjandi erfiðleika, en fyrr en síðar, innan nokkurra mánaða, þurfi að taka afstöðu til gjaldmiðilsins og endurskoða peningamálastefnuna.

Um 70% landsmanna vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og taki upp evru, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.

„Gildir krónan, dugar hún fyrir okkur, eða þurfum við að skoða aðra kosti,“ spyr Þorgerður Katrín. Hún segir að taka þurfi á þessu máli mun fyrr en menn hafi talið fyrir ári. Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins 2007 segi að hagsmunum þjóðarinnar sé ekki betur borgið innan ESB, eins og málum sé háttað, en nú sé staðan allt önnur.

Þorgerður Katrín áréttar að aðalatriðið sé að ná tökum á verðbólgunni og stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. Í kjölfarið verði að fara yfir það hvernig hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið. „Hluti af því er að endurskoða peningamálastefnuna, taka afstöðu í gjaldmiðilsmálum til framtíðar og þar með til hugsanlegrar aðildarumsóknar að ESB. Við eigum að gera það með hagsmuni Íslands til lengri tíma litið og þora að gera það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert