Hagrætt og sagt upp

Nóatún aðlagar rekstur að breyttum rekstraraðstæðum.
Nóatún aðlagar rekstur að breyttum rekstraraðstæðum. Jim Smart

Nóatún hyggst segja upp allt að hundrað starfsmönnum um mánaðarmótin. Erfið rekstrarskilyrði, og slæm staða í íslensku efnahagslífi, er helsta ástæða uppsagna og hagræðingaraðgerða.

Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatún, segir enga aðra kosti hafa verið í stöðunni en að grípa til hagræðingaraðgerða. Tveimur verslunum Nóatún, í Hafnfirði og Rofabæ, verður breytt í Krónuverslanir.

Bjarni segir að um hundrað manns hafi verið sagt upp í það heila. „Það er mikið af starfsfólki okkar í hlutastörfum en vitaskuld er einnig um heil störf að ræða. Við ætlum að laga verslanir okkar að breyttum markaðsaðstæðum og hyggjumst lækka vöruverð og koma til móts við okkar viðskiptavini. Eftir sem áður verða sex Nóatún-verslanir í fullum rekstri. Afgreiðslutími verður styttur og vörusamsetningu breytt að einhverju leyti, í takt við þarfir markaðarins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert