Áfengi hækkar um 5,25%

mbl.is/Billi

Verðlagningu vegna verðbreytinga áfengis um mánaðamótin er lokið og mun áfengi hækka að meðaltali um 5,25%. Verð breytist á rúmlega helmingi þess áfengis sem er í boði í vínbúðunum.

Að sögn ÁTVR hafa gengisbreytingar undanfarið ekki eins mikil áhrif til hækkunar á útsöluverði áfengis og margir hafa búist við. Ástæðan sé sú að áfengisgjöld, sem vega þungt í útsöluverðinu, breytast ekki. Þá er álagningarprósenta ÁTVR óbreytt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert