Mikill þrýstingur á verðhækkanir í verslunum

Mikill þrýstingur er á hækkun verðlags í íslenskri verslun sem er mjög háð innflutningi hvers konar vöru. Verslanir og birgjar segjast þó halda að sér höndum með verðhækkanir en slíkt sé ekki hægt nema í nokkrar vikur.

Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að verðlagsmálin séu einfaldlega tifandi tímasprengja. Hann bendir á að m.a. sé í uppsiglingu verðhækkun upp á 21% á kjúklingi og nú um mánaðamótin muni mjólkurvörur hækka um 10-11%, auk þess sem birgjar breyti verði vikulega samkvæmt gengisbreytingum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert