Lítið miðar í deilu Íslendinga og Breta

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde norden.org

„Hann kom hingað að eigin frumkvæði og óskaði eftir fundi. Við fórum yfir þessa stöðu sem upp er komin milli landanna,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um fund sem hann átti í gær með Skotlandsmálaráðherra Bretlands, James Murphy.

Geir segist á fundinum hafa farið rækilega yfir viðhorf Íslendinga í málinu. „Ég lýsti óánægju okkar með framgöngu breskra ráðamanna og beitingu hryðjuverkaákvæða gegn íslenskum hagsmunum.“

Geir segir ráðherrann hafa hlýtt á þetta og varið framgöngu Breta með því að þeir hefðu ekki átt í önnur hús að venda hvað varðaði löggjöf.

„Við erum mjög ósammála því. Ég benti honum á að margir aðilar, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hefðu orðið fyrir miklu tjóni út af þessu, þótt þessir aðilar hefðu hvergi komið nærri Landsbankamálinu. Við teldum þetta mjög óvinveitta aðgerð og óviðunandi og að réttast væri að þeir afnæmu þetta strax,“ segir Geir.

Geir er ekki kunnugt um að fleiri svipaðar heimsóknir frá Bretum séu á dagskrá á næstunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert