Safnast saman í miðbænum

Fólk er þegar farið að safnast saman á Austurvelli þar sem blásið hefur verið til útifundar undir yfirskriftinni „Breiðfylking gegn ástandinu“. Að sögn blaðamanns Morgunblaðsins á staðnum skiptir mannfjöldinn hundruðum.  

Hörður Torfason, söngvaskáld, hefur talað til fólks og hvetur það til að sýna stillingu. Hópur vélhjólamanna hefur safnast saman fyrir framan Alþingishúsið og heyrast frá þeim talsverðar drunur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert