3,8% atvinnuleysi spáð í nóvember

Skráð atvinnuleysi í október var 1,9% eða að meðaltali 3106 manns og fjölgaði atvinnulausum um 877 manns að jafnaði frá september. Á sama tíma á árinu 2007 var atvinnuleysi 0,8%, eða 1315 manns.

Vinnumálastofnun segir, að yfirleitt aukist atvinnuleysið milli október og nóvember. Í fyrra var atvinnuleysið svipað í báðum mánuðum og var þá 0,8%. Atvinnulausum í lok október fjölgaði frá lokum september um 1447 og um 2526 frá sama tíma árið 2007.

Stofnunin segir erfitt, að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna mikils samdráttar í efnahagslífinu og fjöldauppsagna, en líklegt sé að atvinnuleysið í nóvember muni aukast verulega og verða á bilinu 3,3%-3,8%.

Vefur Vinnumálastofnunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert