Steingrímur J. krefst upplýsinga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, óskaði í dag eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann krefst þess að öll skjöl og gögn sem snúa að lánsumsókn Íslendinga til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og umræðu um samkomulag vegna Icesaeve-reikninga, verði þar lögð fram og gerð opinber.

Þingflokkur VG átelur ríkisstjórnina fyrir að ganga frá samkomulagi um Ice-save reikningana án aðkomu Alþingis og krefst þess að málið verði tekið til lýðræðislegrar afgreiðslu og umræðu fyrir opnum tjöldum.

VG segir ríkisstjórnina hafa hundsað löggjafarþingið og haldið upplýsingum frá almenningi í þessu máli sem öðrum.

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hvetur stjórnvöld til að breyta starfsháttum sínum og taka  tafarlaust upp lýðræðislegar leikreglur,  tryggja upplýsingagjöf til almennings og gegnsæi í ákvarðanatöku.

Skjölin Sem VG vill að gerð verði opinber eru eftirfarandi;
 
1. Öll gögn vegna umsókar um lán til IMF

2. Samkomulag við Hollendinga sem fjármálaráðherra undirritaði í Washington vegna Ice-save deilunnar

3. Skjöl vegna fundar fjármálaráðherra EES/ESB í Brussel 4. nóvember og skjöl sem tengjast vinnu embættismanna í framhaldinu undir forustu formennskulandsins Frakka

4. Bréf sem fjármálaráðherra ritaði 6. eða 7. nóvember þar sem Ísland sagði sig frá því vinnuferli sem ákveðið var í lok áður nefnds fjármálaráðherrafundar (sjá tölulið 3)

5. Lagaálit, ef einhver eru til, hjá íslenskum stjórnvöldum vegna Ice-save deilunnar

6. Fundargerð, minnisblöð eða nótur frá fundi Björgvins G. Sigurðssonar og fjármálaráðherra Breta Alister Darlings 2. september sl.

7. Öll önnur skjöl sem til eru hjá ráðuneytum og opinberum stofnunum, hvort sem þau eru bundin trúnaði eða ekki, og þessum ofangreindu málum og samskiptum við aðra um þau tengjast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert