Mikil gosneysla

Unglingar á Íslandi þamba mikið af gosi.
Unglingar á Íslandi þamba mikið af gosi. ©Sverrir Vilhelmsson

Í október 2008 birtist norræn skýrsla um áhættumat vegna neyslu koffíns meðal barna og unglinga á Norðurlöndum, segir í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun. Skýrslan er liður í norrænu samstarfi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og eru þar kynntar niðurstöður m.a. um neyslu koffíns meðal ungs fólks.

 Samkvæmt niðurstöðunum drekka íslenskir unglingar meira af gosdrykkjum en unglingar á hinum Norðurlöndunum og um helmingur unglinga á Íslandi neytir umtalsvert meira af gosdrykkjum en unglingar í nágrannalöndum okkar.


Dagleg neysla á drykkjum sem innihalda koffín er algeng í öllum aldurshópum um allan heim og á þetta einnig við um börn sem fá koffín aðallega með neyslu á gosdrykkjum og mat- og drykkjarvörum sem innihalda kakó.


Áhrif koffíns á líkamann geta verið mismunandi. Eins og hjá fullorðnum getur hófleg neysla á koffíni haft örvandi áhrif á börn og unglinga. Stærri skammtar geta hins vegar framkallað neikvæð áhrif svo sem óróleika og kvíða.


Matvælastofnun heldur opinn fræðslufund um koffín þriðjudaginn 25. nóvember 2008 kl. 15:00-16:00 í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert