Heimdallur: Stjórn SÍ og FME segi af sér án tafar

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, krefst þess að stjórn Seðlabanka Íslands og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins segi af sér tafarlaust og axli þannig þá ábyrgð sem þeim ber. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin hefur samþykkt.

Í ályktuninni segir ennfremur:

„Stjórn Seðlabankans þarf að njóta trausts þjóðarinnar og alþjóðasamfélagsins en ljóst er að þetta traust er ekki til staðar . Ef íslenskt hagkerfi á að ná sér aftur á strik er nauðsynlegt að bankinn endurheimti fyrra traust. Mikilvægt skref í þá átt er að mannabreytingar eigi sér stað innan stjórnarinnar.

Yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins hefur  brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart bankakerfinu. Fjármálaeftirlitið var í lykilstöðu til þess að koma í veg fyrir þá atburðarás sem leiddi af sér hrun bankakerfisins, með því að nýta sér þær heimildir sem fyrir hendi voru.

Stjórn Heimdallar beinir því einnig til stjórnvalda að mannabreytingar innan ríkisstjórnarinnar hjá báðum stjórnarflokkum eru nauðsynlegar og til þess fallnar að endurverkja trúverðugleika og traust til hennar sem glatast hefur. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde verður að endurheimta traust sitt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert