Hart tekist á í stjórn Giftar á meðan verðmæti brunnu upp

mbl.is

Þórólfur Gíslason, fyrrverandi stjórnarformaður Giftar, gerði samkomulag við stjórnendur fjárfestingarfélagsins Exista um að Gift myndi ekki selja hlut sinn í félaginu þegar gengi bréfa í félaginu var að lækka hratt á haustmánuðum í fyrra.

Stjórnarmenn í Gift deildu hart á Þórólf vegna samkomulagsins, sem hann gerði án þess að bera það undir stjórnina.

Á stjórnarfundi Giftar 7. nóvember í fyrra greindi Þórólfur stjórninni frá samkomulaginu. Þá deildu stjórnarmenn einnig á Þórólf vegna viðskipta með bréf í Icelandair sem félag sem hann tengdist, AB 57 ehf., stóð í án þess að stjórnarmenn í Gift vissu af því. Þórólfur svaraði gagnrýni stjórnarmanna fullum hálsi og sagði það alveg ljóst að viðskiptin væru með öllu „ótengd“ Samvinnutryggingum og Gift, svo vitnað sé til fundargerðar stjórnar á fundinum sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Mikið hefur gengið á í stjórnarstarfi Giftar undanfarið ár á meðan eignir félagsins hríðféllu í verði. Tveir stjórnarformenn hafa hætt störfum án skýringa og er nú svo komið að félagið er stjórnarformannslaust auk þess sem það er með á þriðja tug milljarða í skuldir umfram eignir. Ekkert bendir til þess að hlutafé verði til skiptanna milli þeirra sem áttu rétt á hlutafé Giftar sökum þess hvernig félagið stendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert