Ljósmyndararar fagna dómi

 
Ljósmyndarafélag Íslands fagnar niðurstöðu dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem blaðamanni og útgáfufélagi var gert að greiða skaðabætur vegna ólöglegrar myndbirtingar.
 
Í tilkynningu segist Ljósmyndarafélag Íslands  lengi hafa barist fyrir því að aðilar, bæði einstaklingar og fyrirtæki, láti af þeim ósið að nota myndir án heimildar frá rétthafa. Með tilkomu ódýrra skanna og aðgengi mynda á internetinu hafi slík iðja aukist til muna.

„Opnara netsamfélag og betri tengingar við heimsbyggðina ásamt samningnum um EES hefur að mörgu leyti gert starfsumhverfi íslenskra ljósmyndara flóknara, bæði á neikvæðan og jákvæðan hátt. Samkeppni um myndir frá Íslandi er nú í auknum mæli við erlenda ljósmyndara og við það bætist að tekjutap íslenskra ljósmyndara (og íslenska ríkisins) af völdum óheimillar notkunar mynda þeirra er umtalsvert," segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert