Úranía og Evey samþykkt

mbl.is/Skapti

Mannanafnanefnd tók fyrir og afgreiddi sex umsóknir um eiginnöfn á fundi sínum um miðjan þennan mánuð. Samþykkt voru kvennöfnin Karó, Petrós, Úranía og Evey, en eignarfallsmyndir þessara nafna eru Karóar, Petrósar, Úraníu og Eveyjar.

Karlnöfnunum Marzellíus og Fernando var hafnað á þeirri forsendu að nöfnin brytu í bága við íslenskt málkerfi. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að nafnið Marzellíus geti ekki talist ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z teljist ekki til íslenska stafrófsins þótt hann komi fyrir í nokkrum mannanöfnum sem unnið hafi sér hefð. Fernando samræmist ekki almennum íslenskum ritreglum miðað við að eðlilegur íslenskur framburður nafnsins sé með -ó eins og í sambærilegum nöfnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert