Ungahlutfallið metið eftir vængjum

Ungahlutfall í veiddum rjúpum bendir til uppsveiflu í stofninum.
Ungahlutfall í veiddum rjúpum bendir til uppsveiflu í stofninum. Sverrir Vilhelmsson

Hlutfall unga í rjúpnaveiði í haust er svipað og þegar rjúpan er í uppsveiflu, að sögn Ólafs K. Nielsen fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur aldursgreint vængi rjúpna sem veiðimenn hafa sent stofnuninni. Nú hafa tæplega 900 vængir verið greindir og er ungahlutfallið 77%.

Flestir vængir hafa borist frá Norðausturlandi, eða 436, og þar er ungahlutfallið 76%. Næst koma Vestfirðir með 254 vængi og þar er ungahlutfallið 82%. Mun færri vængir hafa borist frá öðrum landssvæðum.

Ólafur sagði að í fyrra hafi borist vængir af um 2.500 fuglum. Hann hvetur veiðimenn til að senda vængi af veiddum rjúpum til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Veiðimenn skila gjarnan vængjum í desember og janúar, eða eftir að þeir hafa gert að rjúpunum. Nú hefur Skotvís heitið GPS tæki í verðlaun fyrir skil á vængjum og verður dregið 2. janúar 2009 úr nöfnum þeirra sem senda inn vængi.

Heimasíða Náttúrufræðistofnunar Íslands

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert