13 svæði friðlýst og stærri Vatnajökulsþjóðgarður

Fyrirhugaður Vatnajökulsþjóðgarður verður í endanlegri mynd langstærsti þjóðgarður Evrópu
Fyrirhugaður Vatnajökulsþjóðgarður verður í endanlegri mynd langstærsti þjóðgarður Evrópu mbl.is/Rax

Þrettán svæði á Íslandi verða friðlýst ef þingsályktunartillaga sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lagði fram á Alþingi í gær verður samþykkt. Markmiðið er að stuðla að traustri verndun íslenskrar náttúru og koma upp neti friðlýstra svæða sem tryggi verndun lífríkis og jarðminja sem þarfnast verndar.

Meðal þeirra svæða sem verða friðlýst eru Egilsstaðaskógur, Hvannstóð undir Reynisfjalli, Orravatnsrústir og Gerpissvæðið. Þá er gert ráð fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður stækki og að til hans teljist skóglendið við Hoffell, Steinadalur í Suðursveit, Langisjór og nágrenni og svæði í Skaftártungum og á Síðuafrétti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert