Nýsköpun í dalnum

Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal
Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal mbl.is//Ómar

Kanna á möguleika á aðkomu Reykjavíkurborgar að þeirri hugmynd að koma upp tímabundnu nýsköpunarsetri í toppstöðinni svokölluðu, rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdal. Var tillaga Samfylkingar þess efnis samþykkt í borgarráði í gær.

Áhugamannahópur með þátttöku iðnaðarmanna, arkitekta, frumkvöðla og hönnuða hefur unnið að undirbúningi málsins, hugmyndavinnu, gerð viðskiptaáætlunar í samráði við ýmsa sem að málinu þurfa að koma. Í greinargerð með tillögunni segir að sérstaklega áhugavert sé að styðja við eitt þeirra fjölmörgu sjálfsprottnu verkefna á sviði nýsköpunar sem komið hafa fram í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs og í erfiðri stöðu atvinnumála.

Stöðvarhúsið komst í eigu Reykjavíkurborgar frá Landsvirkjun nýverið með sérstökum samningi þar sem m.a. voru kvaðir um niðurrif hússins. Í gögnum sem áhugamannahópurinn hefur aflað liggur hins vegar fyrir samþykki forstjóra Landsvirkjunar um þessa notkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert