28 listamenn fá heiðurslaun

28 listamenn fá heiðurslaun á næsta ári samkvæmt tillögu  menntamálanefndar Alþingis. Hver og einn fær 1,8 milljón króna og fjárveiting nemur því samtals rúmum 50 milljónum.
Listamennirnir eru eftirfarandi: Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður Búadóttir, Erró, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Guðmunda Elíasdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hannes Pétursson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jón Nordal, Jón Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson, Jónas Ingimundarson, Jórunn Viðar, Kristbjörg Kjeld, Kristján Davíðsson, Magnús Pálsson, Matthías Johannessen, Megas, Róbert Arnfinnsson, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þráinn Bertelsson, Þuríður Pálsdóttir.         

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert