Þjónustan mun skerðast

mbl.is

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði, segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að staða sveitarfélaga sé misjöfn en öll þurfi þau með einhverjum hætti að grípa til ráðstafana til að bregðast við auknum skuldum og minnkandi tekjum. Það muni bitna á þjónustu við íbúana, sem óhjákvæmilega muni skerðast.

„Við þurfum að halda utan um skólana, félagsþjónustuna og þjónustu við aldraða. Líklegt er að ýmis framlög verði skorin við nögl. Við gætum þurft að fækka þjónustustofnunum, þar sem þjónustan er veitt á mörgum stöðum innan sama sveitarfélags,“ segir Halldór og útilokar ekki að fækka þurfi skólum

Alþingi samþykkti sl. laugardag að hækka hámarksútsvar um 0,25 prósentustig, þ.e. úr 13,03% af útsvarsstofni í 13,28%. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög ákveðið að nýta hámarksútsvarið, þeirra á meðal eru Akureyri, Fjarðabyggð, Hafnarfjörður, Ísafjarðarbær og Kópavogur. Á síðasta ári nýttu alls 64 af 79 sveitarfélögum landsins heimild sína til hámarksútsvars. Aðeins þrjú sveitarfélög lögðu á lágmarksútsvar, sem þá var 11,24%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert