Skátar stika gönguleiðir í Mosó

Frá undirritun samningsins
Frá undirritun samningsins

Mosfellsbær hefur undirritað samning við skátafélagið Mosverja um skipulagningu og stikun gönguleiða í nágrenni Mosfellsbæjar. Alls verða stikaðir um 69 kílómetrar um fell og dali á næstu fimm árum.
 
Byrjað verður á fyrsta áfanga 2009. Leiðirnar munu liggja mjög víða um ósnortna náttúru innan bæjarlandsins. Má nefna gönguleiðir á Helgafell, Mosfell, Úlfarsfell og Grímmannsfell. Leiðir upp með Varmánni og yfir í Helgadal og Seljadal. Einnig frá Gljúfrasteini og að Helgufoss. Þá er ætlunin að fara umhverfis Hafravatn og á Reykjaborg.
 
Við upphaf hverrar gönguleiðar verður bílastæði og upplýsingaskilti þar sem hægt verður að skoða göngukort af svæðinu. Auk þess verða á leiðunum skilti með ýmsum fróðleik  svo sem um náttúrufar og sögu svæðisins. Þá verða vegprestar á vegamótum, göngubrýr yfir ár, gestabækur á fjallatoppum og lítil skýli,  þar sem hægt verður að fá sér nesti  hluti af  framkvæmdinni. Við Hafravatn verður gerð flotbryggja til að auka öryggi og auðvelda notkun báta á vatninu, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert