Hóta viðskiptabanni vegna hvalveiða

Ekki hefur verið gefinn út hvalveiðikvóti fyrir sumarið.
Ekki hefur verið gefinn út hvalveiðikvóti fyrir sumarið. mbl.is/ÞÖK

Þýsk náttúruverndarsamtök hóta því að beita sér fyrir að íslenskar sjávarafurðir verði sniðgengnar í Bretlandi og víðar í Evrópu ef íslensk stjórnvöld gefa út veiðikvóta fyrir langreyði og hrefnu í sumar.

Samtökin, sem nefna sig Walschutzaktionen, segjast ætla að taka upp samtök við náttúruverndarsamtök á Bretlandseyjum og beita sér fyrir því að fyrirtæki, sem vinna eða selja íslenskan fisk hætti því. 

„Á það hefur verið bent að 300 störf kynnu að skapast vegna langreyða- og hrefnuveiða. Það væri hins vegar ráðlegt að hafa í huga, að mun fleiri störf myndu tapast ef Evrópa sniðgengi íslenskar afurðir. Hvernig myndir þú útskýra það fyrir kreppuþjáðum borgurum," segir í opnu bréfi samtakanna til Einars K. Guðfinnssonar. 

Í bréfinu kemur fram að 12.700 manns séu í samtökunum, sem stofnuð voru af  Norbert Kochhan.  Þá eigi samtökin samvinnu við Andreas Morlok og njóti stuðnings um 200 dýraverndarsamtaka. 

Heimasíða samtakanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert