„Aðför að hvalaskoðun“

Árni Torfason

Samtökin sendu í kvöld frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

„Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæma harðlega þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa stórfelldar hvalveiðar næstu fimm ár. Slíkt leyfi á sér engin fordæmi og ógnar afkomu hvalaskoðunarfyrirtækja og er aðför að hvalaskoðun.

Hvalveiðar á Faxaflóa ógna stærstu hvalaskoðunarverstöð landsins í Reykjavík. Árlega fara tæplega 60 þúsund farþegar hvalaskoðun frá Reykjavíkurhöfn. Veiðar í Faxaflóa eru beinlínis ógnun við þessa mikilvægu atvinnugrein. Á síðasta ári fóru 115 þúsund farþegar í hvalaskoðun. Flestir erlendir ferðamenn.

Ferðaþjónusta er sá geiri atvinnulífsins sem hvað mest getur lagt af mörkum til að draga úr áhrifum þeirra efnahagsþrenginga sem íslensk þjóð nú glímir við. Fljótlegasta og skilvirkasta leiðin til að efla ímynd Íslands og markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn er að ný ríkisstjórn lýsi því yfir um leið og hún tekur við völdum að hvalveiðum verði hætt; að ákvörðun fráfarandi sjávarútvegsráðherra verði umsvifalaust numin úr gildi.

Stjórn Hvalskoðunarsamtaka Íslands.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert