Ógleymanlegur afmælisdagur

Það hefur ekki farið framhjá neinum að það er tekin við ný ríkisstjórn á Íslandi og ráðherrarnir fengu lyklana sína í gær. Í forsætisráðuneytinu tók fyrrverandi flugfreyja við lyklunum en í fjármálaráðuneytinu var  dýralækni skipt út fyrir jarðfræðing.

Katrín Jakobsdóttir er yngsti ráðherrann en hún varð þrjátíu og þriggja ára í gær. Katrín er íslenskufræðingur að mennt. Hana dreymir um að gera úrbætur í málum íslenskra námsmanna heima og erlendis og ætlar að fara yfir þau mál þótt lítið svigrúm sé til fjárútláta þessa dagana.

Katrin var ánægð að fá bæði nýja ríkisstjórn og ráðherraembætti í afmælisgjöf, það er þó verra að enginn peningur er til í ráðuneytinu frekar en annars staðar þessa dagana. Hún segir afmælisdagurinn sé ógleymanlegur en afmælisgjöfin eigi örugglega eftir að draga dilk á eftir sér.

  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert