„Styrkir drepa í dróma“

Júlíus Vífill Ingvarsson.
Júlíus Vífill Ingvarsson. mbl.is/Ómar

„Innganga í Evrópusambandið mun breyta talsverðu fyrir sveitarfélögin í landinu en ekki er hægt að segja með vissu hvort um einhvern ávinning verður að ræða. Það er þó ljóst að þörf verður á auknum mannafla og dýrari stjórnsýslu til að fullnægja kröfum um skrifræði og og til að eiga möguleika á að komast inn í styrkjakerfið,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 

Þetta kom fram á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Þar var rætt um skýrslu um stöðu sveitarstjórnarstigsins gagnvart hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Var málið sett á dagskrá að beiðni Samfylkingar og var Dagur B Eggertsson málshefjandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Júlíusi, sem fór yfir þá fjölmörgu sjóði sem aðildarlönd Evrópusambandsins geta sótt í.

„Hvort sem niðurstaðan verður sú að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu eða ekki liggur framtíð sveitarfélaga ekki í því að snapa styrki í Brussel. Rekstur sem byggist á styrkjum hefur lítið frumkvæði og lítinn lífsvilja. Styrkir einfaldlega drepa í dróma. Áherslur sveitarfélaga eiga að vera skýrar. Þær snúast um að vernda hag fjölskyldna í landinu og skapa fyrirtækjum aðstæður til þess að vaxa og dafna,“ segir Júlíus Vífill.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert