Hreinsa upp pcb-mengun og asbest eftir áratuga veru bandaríska hersins

Fyrirtækið ABLtak rífur asbest-byggð hús á gamla varnarliðssvæðinu.
Fyrirtækið ABLtak rífur asbest-byggð hús á gamla varnarliðssvæðinu.

Hreinsun á Keflavíkurvelli eftir veru bandaríska hersins er hafin. Pcb-mengaður jarðvegur er brenndur í sorpstöðinni Kölku og gamlar, ónýtar byggingar sem innihalda asbest eru nú rifnar. Þetta er fyrsti áfanginn í hreinsunarstarfinu.

Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, segir að þeir staðir sem taldir voru mengaðir hafi verið vandlega skoðaðir á síðustu tveimur árum. „Fyrstu niðurstöðurnar benda til að mengunin á svæðinu sé mun minni en við reiknuðum með,“ segir hann. Fyrirfram var búist við að hreinsun svæðisins gæti kostað ríkið tvo til fjóra milljarða. Kjartan segir of fljótt að segja hver kostnaðurinn verði því enn vanti forsendur til að meta hann.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur eftirlit með verkinu. Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri þess, segir að ekki borgi sig að hreinsa jarðveginn þar sem pcb-mengunin sé svo lítil að engin hætta sé á að hún smiti yfir í fæðukeðjuna. Þá verði gamlir öskuhaugar hersins ekki teknir upp. „Það er yfirleitt ekki gert, en það á að hylja þá svo þeir verði vatnsheldir. Sýni verða tekin reglulega og fylgst með því að engin hættuleg efni leki út.“ Þrátt fyrir að haugarnir hafi ekki verið huldir sé mengunin nú þegar undir mörkum.

Fyrstu verkefnin við hreinsunina voru boðin út á innanlandsmarkaði. Þau voru tvískipt og í því stærra, sem snýr að jarðvegsvinnunni, fór fram forval á verktökum. Nesprýði, fyrirtæki af Suðurnesjum, bauð lægst eða tæpar 42 milljónir króna sem er aðeins 38,8% af áætluðum kostnaði. Abltak rífur byggingarnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert