Kærleiksganga á Austurvelli

Svona er Austurvöllur oft friðsæll að sumarlagi.
Svona er Austurvöllur oft friðsæll að sumarlagi. Þorkell Þorkelsson

Í dag kl. 18:00 munu hundruð manns taka þátt í hátíð í þeim tilgangi
að skapa jákvæða stemningu og jarðveg fyrir bjartsýni og von á þessum erfiðum tímum, segir í fréttatilkynningu. Fólk safnast saman á Austurvelli þar sem þekktir einstaklingar leggja fram fallega hugsun og hvatningu.

Að lokinni athöfn á Austurvelli hefst Kærleiksgangan. Gengið verður
með kyndla í kringum Tjörnina og leikin þekkt ástarlög. Þá sameinast kórar Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn og taka lagið undir stjórn Harðar Áskelssonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert