Vinnumálaráðherra Manitoba á leið til Íslands

Íslenskar rætur má víða sjá í Manitoba.
Íslenskar rætur má víða sjá í Manitoba. Kristinn Ingvarsson

Vinnumálaráðherra Manitoba í Kanada, Nancy Allan, fer til Íslands í dag til þess að leita eftir íslensku vinnuafli til starfa í Kanada en einhverjir íbúar Manitoba gagnrýna ferðalagið og telja að hún eigi frekar að einbeita sér að málefnum atvinnulausra íbúa Kanada. Þetta kemur fram á vef Winnipeg Free Press.

Allan mun dvelja í fimm daga á Íslandi en stefnt er að því að undirbúa samkomulag um að aðstoða Íslendinga við að finna vinnu í Manitoba. Talsvert atvinnuleysi er í Manitoba og eru ekki allir sáttir við að stefna eigi Íslendingum þangað til að vinna. Auk þess sem mikið atvinnuleysi er á öðrum stöðum Kanada og ýmsir reiðubúnir til að flytja sig um set ef atvinna fæst,  samkvæmt vefnum Manitoba Free Press.

Sjá fréttina í heild
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert