Loftrýmisgæsla yfir Íslandi til endurskoðunar

Mynd úr evrópska ratsjártunglinu Envisat.
Mynd úr evrópska ratsjártunglinu Envisat. mbl.is

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist geta tekið undir margt sem fram kemur í áhættumatsskýrslu um Ísland, sem starfshópur undir forystu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings skilaði í gær.

Í fyrsta lagi tekur hann undir að endurskoða þurfi varnaráætlun fyrir Ísland á neyðartímum. Skilgreina þurfi betur stöðu varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Einnig segist Össur vera sammála því að skoða þurfi vel að efla samvinnu og samstarf allra stofnana á sviði öryggis- og varnarmála hér á landi. Koma þurfi í veg fyrir að skörun verði á verksviðum.

„Þetta getur bæði eflt okkar starf á þessum sviðum og einnig sparað töluverða fjármuni,“ segir Össur. Hann segist vera að endurskoða þætti eins og loftrýmisgæslu yfir Íslandi og skilur skýrsluhöfunda þannig að þeir leggi ekki mikla áherslu á mikilvægi loftrýmisgæslu til landvarna heldur frekar til að halda tengslum við NATO. Þá er hann sammála skýrsluhöfundum um að styrkja samskipti við grannríkin við N-Atlantshaf á sviði öryggis- og varnarmála og samhæfa allar aðgerðir.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu og fréttaskýringu á mbl.is í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert