Ekki heitasti ferðamannastaðurinn

Gjögur í mynni Reykjarfjarðar er afskekktasti staður sem flugfélagið Ernir flýgur til í áætlunarflugi. Vegirnir eru lokaðir á veturna og illfærir venjulegum fólksbílum á sumrin. Tvisvar í viku er einangrunin rofin þegar flugvélin kemur að sunnan með matvæli og aðrar nauðsynjar fyrir fólkið sem býr á norðanverðum Ströndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert