Ríflega 17 þúsund á atvinnuleysisskrá

Reuters

Alls eru 17.087 einstaklingar skráðir á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar, þar af 10.848 karlar og 6.239 konur. Á höfuðborgarsvæðinu eru 11.834 skráðir á atvinnuleysisskrá. Taka verður tillit til þess að á skránni eru allir þeir sem eru skráðir, einnig þeir sem eru í hlutastörfum og fá atvinnuleysisbætur að hluta.

Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að gera verði ráð fyrir að þar af séu nálægt 1.000 manns sem ekki eru í atvinnuleit vegna breyttra aðstæðna eftir að þeir skráðu sig, en upplýsingar um slíkt berast Vinnumálastofnun yfirleitt ekki fyrr en um eða upp úr mánaðarmótum.

Þá verður að hafa í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, þ.e. þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Um þessar mundir er fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi á milli 2.000 og 2.500.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert