Gæðingar teknir til kosta

Menn og hjól á planinu framan við menntaskólann.
Menn og hjól á planinu framan við menntaskólann. mbl.is/GSH

Það er nóg af gæðingum á planinu utan við Menntaskóla Borgarfjarðar þessa stundina. Þessir gæðingar eru raunar tvífættir og hafa hátt en í dag er haldin árleg bifhjólasýning Rafta, bifhjólafélags Borgarfjarðar og mótorhjól hafa sett mikinn svip á Borgarnes í dag.

Að sögn Sigurjóns Kristjánssonar, talsmanns félagsins, er gríðarlegur áhugi á sýningunni en þar sýna fyrirtæki nýjustu bifhjólin og búnað sem þeim tengist. Bílaplanið framan við skólann var enda fullt af mótorhjólum og mótorhjólaáhugamönnum í fullum skrúða. Einkennisklæddir lögreglumenn voru þar á meðal enda segir Sigurjón, að mótorhjólamenn séu flestir góðkunningar lögreglunnar í jákvæðri merkingu. 

Sigurjón segir áhuga á mótorhjólum stöðugt fara vaxandi. Til dæmis eru 100 félagar í Röftunum. 

mbl.is/GSH
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert