Frá Alþingi í Lýðvarpið

Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur fengið nýtt hlutverk en hann stýrir þessa vikuna útvarpsþætti á Lýðvarpinu þar sem hann spjallar við hlustendur og leikur létta tónlist. Grétar Mar er þó ekki genginn til liðs við Lýðræðishreyfinguna heldur er útvarpsstöðin búin að kasta kosningahamnum og mun framvegis heita FM 100,5.

Grétar Mar er ekki hættur í pólitíkinni en hann segir örlög sín þar meðal annars ráðast af því hvort ríkisstjórnin ákveður að kalla inn aflaheimildir eins og hún hefur boðað.  Grétar segir að ef svo fari minnki tilgangur flokksins. Annars sé hans þörf sem aldrei fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert