Sigur Rós klárar nýja plötu

mbl.is/hag

Undanfarið hafa borist fréttir af hinum ýmsu verkefnum sem meðlimir Sigur Rósar hafa verið að sinna hver í sínu lagi. Söngvarinn, Jón Þór Birgisson, hefur þannig verið að vinna að eigin plötu en einnig að plötu kenndri við Riceboy Sleeps, sem er verkefni hans og kærasta hans, Alex Somers. Sú plata kemur út í sumar en auk þess fann hann sér tíma til að endurhljóðblanda lag fyrir tölvupopparana í Depeche Mode. Hljómborðsleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinssson, hefur þá verið að vinna baki brotnu að tónlist fyrir næstu kvikmynd írska leikstjórans Neil Jordan.

Lítið hefur þó frést af næstu skrefum sjálfrar hljómsveitarinnar sem þessir menn tilheyra ásamt þeim Orra Páli Dýrasyni trymbli og Georg Holm bassaleikara. Og um hríð var sá kvittur á kreiki að síðasta plata sveitarinnar, Með suð í eyrum við spilum endalaust, yrði svanasöngur hennar. Orri Páll staðfestir hins vegar í samtali við Morgunblaðið annan orðróm, um að Sigur Rós sé þvert á móti að vinna að nýrri plötu. Platan er nánast tilbúin og segir Orri hana bera með sér ákveðnar breytingar á hljómi sveitarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert