Ósáttur við Icesave-lausn

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, sagðist í hádegisfréttum RÚV ósáttur við að yfirvöld hyggist endurgreiða Icesave-skuldirnar. Ekki væru lagalegar forsendur fyrir endurgreiðslunum, eðlilegra að alþjóðlegir dómstólar fjölluðu um hvort Íslendingum bæri að ábyrgjast greiðslur Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave.

Stefán sagði ósanngjarnt að mótaðilinn beitti Íslendinga þrýstingi án þess að dómsúrskurður staðfesti réttmæti endurgreiðslna. Hann teli málið klúður af hálfu Evrópusambandsins sem sé ábyrgt vegna klúðurs í innlánatilskipana, því það hafi verið ESB sem kom þeim í umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert