58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum

Reuters

Verulegur meirihluti er hlynntur því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið, ESB, eða 57,9 prósent, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup fyrir Morgunblaðið sem gerð var 28. maí til 4. júní. Andvígir aðildarviðræðum eru 26,4 prósent en 15,7 prósent eru óákveðin.

Fleiri konur eru mjög hlynntar aðildarviðræðum en karlar, eða 36,2 prósent á móti 22,9 prósentum. 15,3 prósent kvenna eru mjög andvíg aðildarviðræðum en 16,2 prósent karla.

Þeir sem eru á aldrinum 35 til 44 ára eru hlynntari viðræðum en aðrir aldurshópar, en meðal þeirra er 34,1 prósent mjög hlynnt aðildarviðræðum.

Í Reykjavík eru 36,3 prósent mjög hlynnt aðildarviðræðum en 34,3 prósent í nágrannasveitarfélögunum. Í öðrum sveitarfélögum eru 20,6 prósent mjög hlynnt viðræðum.

Nánar er greint frá niðurstöðum könnunarinnar í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert