Átta ár fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og gróf kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Ofbeldi mannsins stóð í tæp tvö ár, á árunum 2006 til 2008.

Vísir greindi frá því að maðurinn hafi neytt konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Myndir og myndbönd sýna merki um miklar barsmíðar. Þá fólst hluti ofbeldisins í því að maðurinn fékk ókunnuga karlmenn, sem stundum voru fleiri en einn, til að hafa samræði við konuna gegn hennar vilja. Þetta ljósmyndaði hann eða tók upp á myndband, og var jafnvel þátttakandi í athöfnunum..

Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti.

Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot mannsins eigi sér enga hliðstæðu í réttarframkvæmd hér á landi og að hann eigi sér engar málsbætur. Ennfremur segir að maðurinn hafi markvisst brotið niður mótstöðuafl sambýliskonu sinnar og gert hana sér undirgefna. Af ótta við barsmíðarnar hafi konan tekið þátt í kynlífsathöfnum með fjölmörgum mönnum sem hún ekki þekkti. Háttsemi mannsins hafi verið einkar ófyrirleitinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert