Lítið eftir af Hótel Valhöll

mbl.is/Júlíus

Lítið sem ekkert er eftir af Hótel Valhöll. Þakið á vestustu burstinn er sigið niður og enn logar í húsinu. Ekki er hægt að reikna með að mikið heillegt sé eftir í húsinu.

Húsið var alelda þegar slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins komu að.

Slökkviliðsmenn eru enn að reyna að vinna á eldinum með aðstoð þyrlna Landhelgisgæslunnar. Bruninn hefur nú staðið yfir frá því á fimmta tímanum. 

Enn eru margir áhorfendur að fylgjast með brunanum, en slökkvilið hefur beint því til að almennings að halda sig frá vegna reykjarkófsins sem liggur yfir og vegna sprengihættu.

mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert