Hæfið var metið í héraði

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ríkissaksóknari væri hæfur til að gefa út ákæru gegn manni sem í liðinni viku var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir hrottaleg kynferðis- og ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni. Lögmaður mannsins hefur sagt að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar og þá verði aftur láta reyna á hæfið.

Hilmar Ingimundarson hrl., lögmaður mannsins, hefur vakið athygli á því að eiginkona Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara er lögfræðingur á kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og sú sem sótti manninn til saka, dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildar. Þessi tengsl telur Hilmar að kunni að valda vanhæfi ríkissaksóknara. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir langsótt að slík tengsl valdi vanhæfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert