Ólíklegt að kvikustreymi undir Eyjafjallajökli endi með eldgosi

Ólíklegt er að kvikustreymi sem hafið er undir Eyjafjallajökli endi með eldgosi sagði Páll Einarsson prófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í viðtali við Bylgjufréttir í dag.  Líklegra er að eldvirkninni ljúki undir yfirborði eldstöðvarinnar sem kvikuinnskot. Ef til eldgoss komi, þá verði aðdragandinn svipaður og nú, möguleikinn sé til staðar þó ekki sé neinu slegið föstu.

Viðvarandi jarðskjálftavirkni hefur verið undir Eyjafjallajökli frá því snemma í júní. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að upptök flestra jarðskjálftanna séu á um 10 km dýpi og stærstu jarðskjálftarnir 2 að stærð.
 Þar að líklegt sé að orsök jarðskjálftanna sé kvikuinnskot sem hafi einnig gerst 1994 og 1999.

Áfram megi búast má við áframhaldandi smáskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert