Miðsumarhret í vændum?

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að framundan geti verið snjókoma á norðurhálendinu og jafnvel niður niður undir byggð víða Norðanlands. „Ef spáin gengur eftir eins og hún er nú reiknuð gefur hún nokkrum af sögulegustu miðsumarhretum síðustu áratuga ekkert eftir!“ segir Einar á veðurbloggi sínu.

Einar segir: „Er búinn að vera að blaða í gegnum tölvukeyrslur og alveg sama hvar borið er niður, svæsinn háloftakuldapollur virðist samkvæmt spám ætla að stefna beint yfir okkur úr NNA seint á fimmtudag. Kortið sýnir staðsetningu hans skv. spá GFS kl 06 að morgni fimmtudags.

Þessari heimsókn  fylgir einhverslags N-átt með úrkomu og svo köldu lofti að það er varla að maður leggi enn trúnað á spárnar, sérstaklega í ljósi þess hvað almennt séð hlýindi hafa verið viðloðandi á landinu frá því seint í júní.

Ef spáin gengur eftir eins og hún er nú reiknuð gefur hún nokkrum af sögulegustu miðsumarhretum síðustu áratuga ekkert eftir !  Það þýðir m.a. snjókomu á norðurhálendinu og niður undir byggð víða Norðanlands.

Sem dæmi um túlkun á stöðunni birti ég hér spákort hita úr  72 klst. keyrslu HRAS frá því í nótt og gildir kl. 00 á föstudag.  Blái frostliturinn er nokkuð víðáttumikill yfir miðju landinu og rauði flekkurinn djúpt suður af landinu er +10°C svæðið!“ 

http://esv.blog.is

Af heimasíðu Einars Sveinbjörnssonar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert