Verðmati á listaverkum bankanna ekki lokið

Stefnt er að því að skýrsla og mat á listaverkum í eigu bankanna verði til reiðu áður en endurfjármögnun bankanna verður lokið. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Ekki hefur verið lokið við að áætla virði listaverkanna, en sem kunnugt er eru mjög stór listaverkasöfn í fórum bankanna. Nú stendur yfir listfræðilegt mat á verkunum, þar með talið um hver þeirra teljist vera þjóðargersemar, áður en bankarnir verða leystir aftur frá ríkinu.

Matið er í umsjá tveggja sérfræðinga frá Listasafni Íslands, þeirra Halldórs Björns Runólfssonar og Eiríks Þorlákssonar. Á því verður svo byggð ákvörðunin um hvort og hvernig ríkið muni standa að kaupum og varðveislu á þeim listaverkum sem þykja standa upp úr.

Um 4.000 listaverk eru í eigu bankanna þriggja, Nýja Kaupþings, Íslandsbanka og Nýja Landsbankans. Álfheiður Ingadóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, lagði fram fyrirspurn þessa efnis á Alþingi í gær, og sagði mörg þessara verka hafa fylgt bönkunum í einkavinavæðingu þeirra árið 2002. Þau komust síðan aftur í eigu ríkisins við bankahrunið síðastliðið haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert