Fjölmenni á leið til Eyja

Það var ys og þys á Reykjavíkurflugvelli í dag enda margir á leið út á land um verslunarmannahelgina. Flestir ferðalanganna voru á leið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og hefur Flugfélag Íslands flogið með fjölmarga farþega í dag, en á morgun verða þeir tæplega 1.000 talsins.

„Það er bara búið að ganga ljómandi vel. Það eru cirka sex brottfarir í dag. Á morgun eru um 13, eða svo,“ segir Snædís Kjartansdóttir, þjónustustjóri Flugfélag Íslands. Hún segir að mikill farangur fylgi farþegunum, en allt hafi gengið vel og allur farangur hafi komist til skila. Engin vandamál hafi komið upp enda allir í þjóðhátíðarskapi.

„Það eru því miður allar vélar fullbókaðar til Eyja og frá Eyjum á mánudagsmorguninn,“ segir Snædís jafnframt, en um það bil 30 vélar munu fljúga frá Vestamannaeyjum á mánudag.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert