Hitaveituskúr brann til kaldra kola

Slökkviliðsmenn á vettvangi.
Slökkviliðsmenn á vettvangi. mynd/Guðmundur Karl

Heitavatnslaust er í hluta Flóahrepps eftir að dælustöð Hitaveitu Hraungerðishrepps í landi Oddgeirshóla brann til kaldra kola síðdegis í dag. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni, en það liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Skv. upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu er slökkvistarfi lokið. Komið var í veg að eldurinn næði að dreifa sér, t.d. teygja sig í sinu.

Starfsmenn RARIK eru komnir á vettvang til að aftengja skúrinn. Tilkynning um eldinn barst um kl. 16:30.

Engan sakaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert