Eiga von á að úthluta til 700 fjölskyldna í dag

Fjölskylduhjálp Íslands við Eskihlíð í Reykjavík.
Fjölskylduhjálp Íslands við Eskihlíð í Reykjavík.

Búist er við að að minnsta kosti 700 fjölskyldur fái úthlutað matargjöfum frá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd þegar hjálparsamtökin verða opnuð eftir sumarfrí í dag. Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar um 600 fjölskyldur mánaðarlega og sumar oftar en einu sinni.

Nú þegar hefur orðið sprenging í eftirspurn eftir aðstoð hjálparsamtaka. Aðalheiður Franzdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar, segist ansi hrædd um að aukningin verði gífurleg með haustinu. „Ég á von á helmings aukningu og geri ráð fyrir því hér.“

„Yfirleitt hefur verið talað um þeir sem nýti sér helst aðstoðina séu einstæðar mæður, öryrkjar og aldraðir. Nú er að koma fólk sem hefur aldrei þurft að leita sér aðstoðar og fyrir marga eru sporin verulega þung."

 Aðalheiður nefnir til dæmis hjón þar sem bæði hafa misst atvinnuna og eru komin á „strípaðar atvinnuleysisbætur“ og það segi sig sjálft að þá sé lítið eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert