Gæsluvarðhald framlengt á Suðurnesjum

Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um að sex karlmenn, sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.

Lögreglan krafðist þess að gæsluvarðhaldið yrði framlengt í allt að hálfan mánuð en dómari úrskurðaði að gæsluvarðhaldið verði framlengt til 11. nóvember eða í viku. 

Um er að ræða 5 Litháa og einn Íslendin, sem hafa setið hafa í gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur vegna rannsóknar á ætluðu mansali og skipulagðri glæpastarfsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert