Var Ísland numið 670?

Frá fornleifauppgreftri í Herjólfsdal.
Frá fornleifauppgreftri í Herjólfsdal.

Páll Theodórsson, eðlisfræðingur, segir að tímatal landnáms Íslands sé í uppnámi eftir að umfangsmiklar aldurgreiningar sýni nærri óvéfengjanlega fram á að landnámið hófst um tveimur öldum fyrr en almennt er talið.

Páll skrifar grein í nýjan Skírni, að Ari fróði segi í Íslendingabók að Ingólfur Arnarson hafi numið hér land árið 874. Fyrir rúmum 30 árum hafi farið fram umfangsmiklar fornleifarannsóknir í Reykjavík og Vestmannaeyjum þar sem um 40 sýni, mest viðarkol af birki, voru aldursgreind með kolefni-14 aðferðinni. Allmörg sýni hafi gefið töluvert hærri aldur en vænta mátti samkvæmt tímatali Ara fróða.

Páll segist hafa rýnt í þessar rannsóknir og segist sem eðlisfræðingur með víðtæka reynslu í geislakolsgreiningum dragi hann þá ályktun að elstu mannvistarleifar á Íslandi séu frá því um 720. Jafnframt megi draga þá ályktun, að þær leifar séu frá síðari stigum nýtingartíma húsanna og því megi tímasetja landnámið nokkrum áratugum fyrr. 

Páll segir í grein sinni, að markvissari, fleiri og nákvæmari aldursgreiningar geti að fullu eytt þeirri óvissu sem ríki um þetta. Við Raunvísindastofnun Háskólans séu nú hafnar aldursgreiningar á fornum kolagröfum með nýjum tækjum sem skili um tvöfalt meiri nákvæmi en almennt fáist. Í kjölfarið eða samhljóða muni vonandi koma aldursgreiningar á ærbeinum og kýrbeinum úr ruslahaugum landnámsmanna.  Þá sé verið að undirbúa alþjóðlegt samvinnuverkefni um þessa rannsókn sem muni vonandi skila óvéfengjanlegri tímansetninu landnáms og þróun þess í ýmsum landshlutum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert