Fjarnám, öldungadeild og kvöldskóli í uppnámi

Gert er ráð fyrir miklum samdrætti í fjarkennslu framhaldsskólanna á …
Gert er ráð fyrir miklum samdrætti í fjarkennslu framhaldsskólanna á næsta ári mbl.is/Eyþór Árnason

Í frumvarpi til fjárlaga 2010 er gert ráð fyrir 50% samdrætti námsframboðs í fjarkennslu framhaldsskóla og kvöldskólum, þjónusta við nemendur í 10. bekk grunnskóla verður felld niður og framlag til eignakaupa skólanna helmingað.

Skólastjórnendur hafa áhyggjur af stöðunni og til dæmis blasir við að sumarfjarnám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla verður blásið af, nemendum í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti fækkar um 300 til 400 og öldungadeild MH er í hættu.

Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, segir að verst sé að þurfa að segja nei þegar unga, atvinnulausa og ómenntaða fólkið banki á dyrnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert