Samkomulagið vonbrigði

Barack Obama í Kaupmannahöfn í kvöld.
Barack Obama í Kaupmannahöfn í kvöld. Reuters

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í kvöld að vissu leyti vera vonbrigði, enda hafi upphaflega verið vonast eftir lagalega bindandi samkomulagi.

„Þó ítrekar samkomulagið að alvara sé á bakvið ráðstefnuna og að þjóðir heimsins vilja ekki fara frá Kaupmannahöfn án þess að eitthvað sé fast í hendi,“ segir Svandís.

Enn er þó nokkuð óljóst í hverju samkomulagið felst, bendir Svandís á, og eins hvernig aðgerðir til að bregðast við hlýnun jarðar verða útfærðar.

Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert