Ekki bara á Þorlák

Það er óhætt að fullyrða að þau séu fá eldhúsin sem elda jafn marga skammta af skötu á Þorláksmessu og eldhús Landsspítala enda var farið að huga að veislunni í síðustu viku.

María Sigurðardóttir, deildarstjóri, segir að 1500 skammtar af skötu hafi verið soðnir og annað eins af öðrum fiski.

„Því meiri ólykt, því betri," sagði Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, sem gæddi sér á skötu í eldhúsi sjúkrahússins. Sumir treystu sér þó ekki til að borða skötuna og mauluðu samlokur í staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert