Hollendingar segjast ekki gefa eftir vegna Icesave

Formaður Seðlabanka Hollands, Nout Wellink og Wouter Bos fjármálaráðherra
Formaður Seðlabanka Hollands, Nout Wellink og Wouter Bos fjármálaráðherra Reuters

Hollensk stjórnvöld munu ekki gefa kröfu sína í Icesave-málinu eftir, enda óttast þau að það geti dregið úr fylgi ríkisstjórnarflokkanna í komandi þing- og sveitarstjórnarkosningum. Þetta segir Sylvester Eijffinger, einn nánustu ráðgjafa hollenska forsætisráðherrans.

Íslenskir ráðamenn og embættismenn hafa undanfarna daga átt í talsverðum samskiptum við erlenda starfsbræður sína. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir þau samskipti ekki gefa tilefni til bjartsýni á að Bretar og Hollendingar vilji taka aftur upp samningaviðræður um Icesave. Þeir vilji bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og telji sig hafa margvísleg ráð til að fá sitt fram þótt lögunum verði hafnað.

Í samtölum við Morgunblaðið í dag gagnrýna tveir hollenskir fræðimenn fjármálaráðherrann, Wouter Bos, fyrir að taka ákvörðun um að bæta innistæður á Icesave upp að 100.000 evrum og senda Íslendingum svo reikninginn. Þeir segjast telja að slíkt hafi hvorki verið nauðsynlegt né hafi ráðherranum verið það heimilt.

Sjá nánari umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert