Systurflokkur VG beitir sér í Icesave-málinu

Dag Seierstad.
Dag Seierstad. Jim Smart

„Menn hafa miklar áhyggjur af málinu og þá á ég einnig við fólk utan þingsins. Menn líta svo á að stefna norskra stjórnvalda í málinu hafi ekki borið merki einhugar með Íslendingum,“ segir Dag Seierstad, þingmaður Sósíalíska vinstriflokksins (SV) í Noregi, um afstöðu flokksbræðra sinna til Icesave-deilunnar.

„Við höfum ekki rætt málið formlega innan raða okkar. Þeir þingmenn sem ég hitti eru hins vegar á svipaðri línu og ég. Sjálfur lít ég svo á að Noregur hefði átt að veita Íslendingum mun öflugri fjárhagsaðstoð svo að þeir gætu farið með málið fyrir dómstóla. Slík aðstoð hefði gefið Íslendingum nokkurra ára svigrúm. Í millitíðinni væri hægt takast á við brýn úrlausnarefni í efnahagsmálum. Eftir fimm til sex ár væri staðan tekin að skýrast og þá hvort Ísland geti tekið á sig slíkar skuldbindingar án þess að valda íslensku samfélagi of miklum skaða. Að minni hyggju er þetta það minnsta sem Noregur hefði getað gert fyrir Ísland. Noregur hefði átt að bjóða Íslendingum lán sem jafngilti áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.“

Sósíalíski vinstriflokkurinn er í ríkisstjórn með Miðflokknum og Verkamannaflokknum og segir Seierstad síðarnefnda flokkinn ekki hafa hvikað frá þeirri afstöðu að norska lánið sé skilyrt því að Ísland standi við Icesave-samninginn.

Sjá nánar um samtalið við Seierstadí Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert